Grímur Njarlaþóteps

Fyrsta session

Spilarar voru Gummi, Ágúst og Styrmir.

12. janúar 1925
Characterar kynntust í gegnum Abert Kaufman (Gummi) sem fékk símskeyti frá Jackson Elias, skemmtilegum og huguðum könnuði sem skrifar um Occult. Það fer léttur hrollur um rannsóknarmennina þar sem þeir sitja í hlýjunni meðan snjóstormur geisar úti.

Næstu dagar voru notaðir í að rannsaka Carlyle expedition sem Elias vildi ræða um. Sjá blaðaúrklippur á wiki um Carlyle expedition. Kaufman leitaði á bókasafninu að upplýsingum um Carlyle veldið. Hann komst m.a. annars að því að nýr eigandi er Erica Carlyle, systir Roger Carlyle. Bradley Grey er lögfræðingur sem virðist tengjast helstu viðskiptum Ericu með Carlyle veldið.

Victoria Willsburg (Styrmir) og Anthony DeMaggio (Gústi) könnuðu social lífið í gegnum tengsl DeMaggio. Þau hittu mann sem þekkti til Roger Carlyle og talaðu um þeldökka konu að nafni Nichonka Bunay. Þau Roger áttu í sambandi undir það síðasta og þótti Roger lifa ólifnaði og fara illa með fé sem hann tók úr Carlyle veldinu.

15. janúar
Tony DeMaggio mútar lögreglumanni til að nálgast frekari upplýsingar um Nichonka Bunay.

Rannsóknarmennirnir hittast í hinu sögufræga Chelsea hotel. Þegar þeir koma að hurðinni finna þeir sterkan kaldann gust koma undan hurðinni. Þeir heyra umgang innanfyrir. Loksins tekst Tony að opna lásinn en þá sjá þeir mann fyrir innan sem er að eiga við skrifborðið. Elias er dauður. Eftir þónokkur átök liggja tveir menn, einn svartur og annar hvítur, í valnum. Victoria flúði við fyrstu teikn um átök og sat föst í lyftu í nokkra stund. Flúði síðan út um aðalinnganginn og telur að enginn hafi tekið eftir sér. Tony hentist niður brunastiga, tók smálegt bréf sem svarti maðurinn missti og flúði þá leiðina. Kaufman leitaði tiltölulega vel í herberginu og á hvíta manninum. Þegar session lauk var hann kominn á efstu hæð hótelsins og heyrðist á sírenuvælinu að lögreglan sé komin eða í þann vegin að koma á hótelið.

Comments

atlason

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.